Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Bjarki Bjarnason

Í þessari nýstárlegu ljóðabók nálgast Bjarki Bjarnason viðfangsefni sitt með því að setja sig í spor Gísla Brynjúlfssonar skálds (1827-1888). Nú á dögum er Gísli þekktastur fyrir opinskáa dagbók sem hann ritaði í Kaupmannahöfn rúmlega tvítugur að aldri. Um það leyti reið hrina þjóðfélagsátaka yfir Evrópu, sem Gísli lifði sig inn í af heitum tilfinningum, en á sama tíma var hann í yfirþyrmandi ástarsorg.