Árbók FÍ 2013 fjallar um Norðausturland; Vopnafjörð, Strönd, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Þetta er fjölbreytt og áhugavert svæði sem að flatarmáli þekur um 7% af Íslandi. Bókin fjallar um náttúrufar, sögu og möguleika til útivistar og er í senn fræðandi sem og hvatning til lesandans að kynna sér svæðið af eigin raun.
Hjörleifur Guttormsson er náttúrufræðingur og tekst á einstakan hátt að leiða lesandann um landið og flétta saman sögunni ásamt lýsingu á náttúrufari. Fallegar ljósmyndir skreyta bókina sem höfundur tók sjálfur sérstaklega fyrir útgáfuna. Auk þess eru nákvæm kort af svæðunum sem fjallað er um, teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni að forskrift höfundar.
Daníel Bergmann annaðist umbrot á bókinni. Jón Viðar Sigurðsson ritstýrði verkinu.
Kaflar í bókinni
- Vopnafjörður
- Langanesströnd
- Langanes
- Þistilfjörður
- Melrakkaslétta
- Núpasveit
- Öxarfjörður
- Hólsfjöll
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun