Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigga Dögg

Steinunn hélt niðri í sér andanum. Hún vissi hvað þetta þýddi en hana grunaði aldrei að þetta myndi koma fyrir hana. Þetta gerðist bara hjá öðrum fjölskyldum, ekki hennar. Þau voru fullkomin fjölskylda. Eða var það ekki?

Steinunn fann að andardrátturinn varð hraðari og hugsanirnar þutu á ógnarhraða með ótal spurningum en engum svörum. Hvernig yrði framtíðin? Hvar yrði hún? Þyrfti hún að eiga tvö heimili? Tvo fataskápa? Tvennt af öllu dóti? Hvernig matur yrði heima hjá pabba? Kunni pabbi að elda? Hver myndi hjálpa mömmu að muna að taka vítamín, senda krakkana á réttum tíma á réttar íþróttaæfingar, vakna á morgnana, laga bílinn og jólaskreyta? Hver fengi Kött?

Skilaboð frá höfundi: Skilnaður er skrýtinn með ógrynni af spurningum en fá svör. Ég skrifaði þessa sögu fyrir sjálfa mig og börnin mín þrjú þegar við stóðum á þessum krossgötum. Það er von mín að þessi saga færi þér, kæri lesandi, smá birtu og gleði.

Að eilífu ég lofa er fimmta bók kynfræðingsins Siggu Daggar og hennar fyrsta barnabók.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun