Höfundur: Gunnar Kr. Sigurjónsson
Þessi bók inniheldur hefðbundið nafnarím, bæði kærleiksríkt og kvikindislegt, vel á sjötta hundrað talsins.
Fyrri bókin, Allir krakkarnir, kom út árið 1993 og seldist fljótlega upp. Hér er loks komin út ný bók með enn meira nafnarími. Samkvæmt hefðinni hefst meirihlutinn á orðunum „Allir krakkarnir“ og svo þarf rímið að vera sterkt og einnig þarf húmorinn oftar en ekki að vera svartur og kaldhæðinn.