Höfundur Cornelius Tacitus
[removed]Rómverski sagnaritarinn Tacitus var uppi á fyrstu og annarri öld eftir Krist og eru bækur hans ein merkasta heimildin um ýmsa atburði þess tímabils.
Verkið er að nafninu til ævisaga Júlíusar Agricola, tengdaföður Tacitusar og herforingja í stríðsrekstri Rómverja á Bretlandseyjum. Veigamest er þó í raun frásögnin af hernáminu og lýsing á staðháttum og íbúum Bretlands á fyrstu öld, sem verkið er ein ítarlegasta heimildin um, en undirtónn þess er gagnrýni á ofríki keisarans Dómitíanusar.
Þessu sígilda verki rómverskra fræðibókmennta fylgir í þessari útgáfu fróðlegur inngangur þar sem samskiptum breskra Kelta við heimsveldið eru gerð greinargóð skil og rit Tacitusar kynnt og skýrt.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun