Höfundar: Helgi Þór Ingason, Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Afburðastjórnun – Metnaður, menning og mælanleiki
Afburðastjórnun er yfirgripsmikil og fróðleg bók um árangursríkar stjórnunarkenningar og stjórnunaraðferðir í fyrirtækjarekstri. Veitt er yfirsýn yfir ýmsar rannsóknir og kenningar á sviði afburðastjórnunar. Meðal annars er fjallað um hvað afburðastjórnun felur í sér, hvernig afburðaárangur er skilgreindur og hvaða fyrirtæki geta kallast afburðafyrirtæki. Í bókinni eru fjölmörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi.