Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Bára Sif Ómarsdóttir

Bókin varpar  ljósi á ADHD eins og það kemur fram á fullorðinsárum. Farið er yfir lykileinkenni og orsakir ADHD, þróun einkenna yfir æviskeiðið, birtingarmyndir og mögulega fylgikvilla, eins og kvíða og þunglyndi. Fjallað er um greiningarferli, meðhöndlun og helstu styrkleika sem fylgt geta því að vera með ADHD. Eins er greint frá leiðum til að bæta skipulag, einbeitingu, tímastjórn og minni, sem og aðferðum til að draga úr frestun. Þótt ADHD verði ekki upprætt með bókalestri má draga úr þeirri hömlun sem einkennin valda.

Höfundar eru sálfræðingar og hafa áralanga reynslu af greiningu og ráðgjöf vegna ADHD. Bára Sif Ómarsdóttir stýrir ADHD-teymi við Kvíðameðferðarstöðina. Sóley Dröfn Davíðsdóttir er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.

4.610 kr.
Afhending