Höfundur: Kristof Magnusson
Jasper – ungur bankamaður í Chicago með glæsilega framtíð rétt handan við hornið.
Meike – bókmenntaþýðandi á hröðum flótta frá þaulhönnuðu lífi efnaðs menntafólks í Hamborg.
Henry – heimsþekktur verðlaunahöfundur haldinn afleitri ritstíflu og ótta við ellina.
Forvitnilegt þrístirni sem lendir í ótrúlegum og allsendis óvæntum ævintýrum. Og hver veit hvernig þau myndu enda ef ástin skærist ekki í leikinn.
Skáldsagan Það var ekki ég sýnir á bráðfyndinn hátt hversu fljótlegt er að rústa bæði banka og vel skipulögðu lífi. Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur rithöfundur og þýðandi sem sló í gegn með þessari sögu í Þýskalandi árið 2010. Áður hafði hann sent frá sér skáldsöguna Zuhause sem gerist á Íslandi og í Þýskalandi.
Bjarni Jónsson þýddi.