Stúlkan Marie elst upp á dönsku eynni Langeland á fjórða og fimmta áratugnum í barnmargri, fátækri fjölskyldu þar sem matur og hjartahlýja eru af skornum skammti. Og svo kemur stríðið og gerir illt enn verra.
Ljósið í myrkrinu er málverkið á veggnum í hreysi fjölskyldunnar, sem alltaf þarf þó að færa út í fjós þegar amma kemur í heimsókn – og bláeygði rafvirkjaneminn Otto, sem heillast af Marie.
Saman sleppa þau úr klóm örbirgðarinnar og ofbeldisins og flytja til Kaupmannahafnar til að öðlast nýja og bjartari framtíð – en Langeland fylgir þeim alla leið.
Merete Pryds Helle byggir þessa grípandi og dramatísku ættarsögu á sinni eigin fjölskyldu, einkum þó móður sinni. Það sem að baki býr hefur hlotið afar góðar viðtökur og fékk bæði Gylltu lárviðarlaufin og Bókmenntaverðlaun Politiken árið 2016, auk annarra viðurkenninga.
Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 11 mínútur að lengd. Margrét Vilhjálmsdóttir les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun