Karlsbrúin bíður þín. Flug til Prag að morgni 1. maí og heim að kvöldi 5. maí.

Leiguflug og íslensk fararstjórn. Dásamlegir vordagar í einni fallegustu borg Evrópu.

Nánari Lýsing

Prag er ein af stærstu borgum Mið-Evrópu og aldagömul höfuðborg Bæheims. Brýr, dómkirkjan, gylltir turnar og kirkjuhvolf hafa speglast í ánni Vltava í árþúsund. Borgin slapp nánast alveg við skemmdir í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta er miðaldaborg með steinlögðum götum og görðum, óteljandi kirkjuturnum og bekkjum. Samt sem áður er Prag líka nútímaleg og lifandi borg, full af tónlist og menningu í allri sinni mynd og að sjálfsögðu stórkostlegum veitingastöðum.

Margir telja Prag vera fallegustu borg Evrópu. Það er auðvelt að falla fyrir Prag og þú munt vilja koma aftur og aftur. Vorið er einn allra besti árstíminn til að heimsækja Prag. Þá er tilvalið að ganga um höfuðborgina, allir garðar eru opnir sem og söfn og um allt eru verandir þar sem tilvalið er að setjast aðeins niður og fá sér drykk að ógleymdum öllum hátíðunum í borginni.

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari borg: sögulegar minjar, stórkostlegar leiksýningar, skoðunarferðir á söfn, dásamlegan mat heimamanna að ógleymdum tékkneska bjórnum.

Smáa Letrið
  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Því næst hefur þú samband við Aventura, staðfestir inneignarmiðann og færð nánari upplýsingar
  • - Flug fyrir einn fram og til baka, innrituð taska (20 kg) og íslensk fararstjórn
  • - Hægt er að kaupa skemmtilegar skoðunarferðir hjá Aventura

Gildistími: 01.05.2024 - 05.05.2024

Notist hjá
Aventura, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, Sími: 556 2000

Vinsælt í dag