Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Jörgensen






Nánari Lýsing
Kósýkvöld í miðborginni fyrir tvo
Gerðu vel við þig og njóttu þess að dekra við bragðlaukana með gómsætum þrírétta matseðli á Jörgensen Kitchen & Bar. Um er að ræða forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem er svohljóðandi:
Forréttur
Íslensk sjávarréttasúpa. Blanda af hörpuskel, ferskum fiski og rækjum.
Aðalréttur
Val um íslenskt lamba sirloin með rótargrænmeti, nípumauki og rauðvínssósu eða fisk dagsins.
Eftirréttur
Frönsk súkkulaðikaka borin fram með ferskum rjóma.
Jörgensen Kitchen & Bar
Veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar er líflegur staður staðsettur á góðum stað í miðborginni. Á Jörgensen er boðið upp á ljúffengar veitingar, létt yfirbragð og fallegt umhverfi – útkoman er einskær notalegheit. Matseðillinn samanstendur af spennandi réttum gerðum úr fersku, íslensku hráefni sem blandað er saman með alþjóðlegu tvisti. Hægt er að sitja inni og úti á Jörgensen í afgirtum garði sem tilvalið er að njóta yfir sumartímann.
Happy Hour er alla daga á Jörgensen frá 16:00 til 18:00 og á fimmtudögum er boðið upp á lifandi tónlist og langan Happy Hour tíma.
Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.
Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.
Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple veskið.
Smáa Letrið
Gildistími: 11.11.2023 - 30.11.2024
Notist hjá
Vinsælt í dag