Difrax Pinky Soother er sérstakt snuð með plássi fyrir litla fingurinn þinn. Snuðið er tilvalið hjálpartæki til að stuðla að sogviðbragði fyrirbura og nýbura (-2M til 2M) og góð leið til að tengjast barninu þínu.
Með því að hafa litla fingurinn í snuðinu getur þú hreyft snuðið og örvað sogviðbragð barnsins. Þannig lærir barnið að sjúga sem auðveldar það að læra að drekka, hvort sem það er á brjósti eða úr pela. Pinky soother er einnig hægt að nota sem venjulegt snuð fyrir fyrirbura með því að sleppa því að nota litla fingurinn.
- Örvar náttúrulegt sogviðbragð barnsins
- Eykur nánd milli foreldris og barns
- Hjálpar barninu að taka snuð
- 100% sílíkon: öruggt, auðvelt að þrífa, bragðlaust og ofnæmislaust
- Þróað í samvinnu við lækna
- Koma 2 saman í pakka
- Ein stærð
Þar sem skjöldur snuðsins er fiðrildalagaður, fellur það vel að munni barnsins og það loftar vel um vitin. Götin á skildinum veita umfram loftflæði og koma þannig í veg fyrir ertingu í húðinni.
Ráðlagt er að snuðum sé skipt út á 6 vikna fresti. Einnig er mikilvægt að framkvæma daglega athugun á snuði, toga þéttingsfast í túttuna sjálfa og ganga úr skugga um að snuðið sé heilt og óskemmt.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun