Vörumerki | Microplane |
---|---|
Efniviður | Hnota ,Stál |
Litur | Brúnt |
Stærð | 32 CM |
Grófa Master rifjárnið rífur matvæli gróft niður. Það kemur sér vel þegar rífa þarf t.d. osta, engifer, kókoshnetur, hvítlauk, gulrætur og fleira.
Master línan frá Microplane er einstaklega falleg með hnotuskafti og laglegri hönnun. Það er silikon á enda tólsins sem heldur rifjárninu stöðugu við notkun. Stálið er laserskorið sem viðheldur bitinu mjög vel og við mælum með að halda hlífinni sem fylgir!
Við mælum gegn því að setja Master rifjárnin í uppþvottavél þar sem skaftið er úr hnotu sem þolir illa þvott í vélum. Best er að venja sig á að skola strax af rifjárninu eftir notkun.