Léttari ég - Sjálfsdáleiðslu prógramm til léttast á líkama og sál

Léttari ég er 6 vikna sjálfsdáleiðslu námskeið hjá Faðmi til að léttast með innri umbreytingu.

Nánari Lýsing

Léttari ég – Sjálfsdáleiðslu prógramm til léttast á líkama og sál

Á námskeiðinu leggjum við áherslu á að losna við aukakíló á sjálfsstyrkjandi hátt og endurstilla sambandið við mat, líkama og sjálfsmynd. Þú lærir að upplifa innri ró, léttleika og sjálfsmildi í staðin fyrir skömm. Með því að nota stuttar sjálfsdáleiðslur vinnum við með undirmeðvitundina til að styrkja heilbrigðar venjur og skapa raunverulegar og varanlegar breytingar. Þú færð skýrleika, hvatningu og dýpri tengingu við innsæið þannig að þú getir tekið ákvarðanir sem styðja við líkamlega og andlega vellíðan þína.

Hvað er þetta námskeið?

Þetta er 6 vikna netnámskeið sem hjálpar þér að byggja upp heilbrigt og friðsælt samband við líkama þinn, mat og hreyfingu – ekki með skyndikúrum eða banni, heldur með innri umbreytingu.
Í stað þess að berjast við líkamann lærir þú að hlusta á hann. Í stað þess að stjórna matarræði með viljastyrk, vinnum við með undirmeðvitundina, innsæið og vanamynstrin sem raunverulega ráða ferðinni.
Þetta námskeið byggir á því að fá undirvitundina sem stjórnar 95% að huganum okkar með þér í lið við að léttast, því án hennar getur verið mjög erfitt að losa sig við aukakílóin fyrir fullt og allt. Þetta er námskeið þar sem þú vinnur með undirmeðvitundina og umbreytir hugsunum og viðhorfum sem hafa haldið þér föstum í gömlum mynstrum.

Þú lærir meðal annars:

  • Að borða í núvitund
  • Að minnka löngun í sætindi með sjálfsdáleiðslu
  • Að endurforrita skömm, sektarkennd og „allt eða ekkert“ hugarfar
  • Að tengjast líkamanum á jákvæðan hátt og hlusta á raunverulegar þarfir hans
  • Að upplifa frelsið sem felst í því að léttast með undirvitundina í liði með þér í stað þess að vera í endalausri togstreitu og kvöl og pínu

Fyrir hverja er þetta námskeið?

  • Fyrir þig ef þú vilt léttast á auðveldan máta hvort sem það eru 2kg eða 20kg eða jafnvel fleiri
  • Fyrir þig sem hefur reynt ýmislegt áður, en finnur að það vantar dýpri tengingu og hugann í samvinnu við langanir þínar
  • Fyrir þig ef þú vilt vinna með huga, líkama og innsæi í sameiningu – og skapa þannig varanlega breytingu
  • Fyrir þig ef þú ert að íhuga magaermi, magabands aðgerð (eða Ozempic) eða hefur farið í aðgerð – því oft vantar hugarvinnuna upp á þegar farið er í slíka aðgerð og þá er þetta prógramm akkurat til þess að hjálpa þér í þeirri vinnu svo að aðgerðin virki varanlega

Hvað fylgir með?

  • Leiddar sjálfsdáleiðslur sem þú getur hlustað á aftur og aftur
  • Bónus dáleiðslur, m.a. Virtual Magabandsermis dáleiðsla þar sem þú ferð í aðgerðina í dáleiðslu og platar heilann til að vinna eins og þú hafir farið í hana
  • Vikuleg myndbönd með fræðslu og æfingum
  • Vinnublöð og verkefni sem hjálpa þér að samþætta nýtt hugarfar
  • Aðgangur að lokuðum samfélagsvettvangi þar sem þú færð stuðning og getur deilt reynslu

Hvernig fer námskeiðið fram?

Allt efni er aðgengilegt á netinu í lokuðum námsvef. Þú færð aðgang að öllu efni strax en getur nýtt þér það vikulega og unnið í því á þínum hraða. Efnið er í formi hljóðskráa, texta, myndbanda og vinnublaða.

Skráning

Skráning fer fram hér: jenny@fadmur.is
Eftir skráningu færðu aðgang að lokaða námsvefnum og öllu efni námskeiðsins sent á tölvupóstfangið þitt.

Smáa Letrið
  • Skráning fer fram með því að senda póst á jenny@fadmur.is
  • Mundu eftir inneignarmiðanum
  • Efnið er aðgengilegt á netinu í lokuðum námsvef

Gildistími: 01.07.2025 - 30.06.2026

Notist hjá
Faðmur, Stekkjarhvammur 66, 220 Hafnarfjörður

Vinsælt í dag