Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Tess Gerritsen

Skelfileg ódæði eru framin í fínni hverfum Boston og nágrennis. Vel stæðir karlmenn eru þvingaðir til að horfa á eiginkonur sínar svívirtar áður en þeir eru myrtir og konurnar numdar á brott. Aðfarirnar minna mjög á Skurðlækninn, fjöldamorðingja sem setið hefur í öryggisfangelsi í heilt ár, síðan lögreglukonunni Jane Rizzoli tókst að elta hann uppi. Sjálf komst hún naumlega hjá að verða honum að bráð og ber þess merki á líkama og sál. Nú vaknar ótti hennar aftur og ekki að ástæðulausu; nýi morðinginn gefur læriföður sínum ekkert eftir og brátt er Jane sjálf í sigtinu. En óttanum fylgir ofsafengin reiði yfir grimmd illvirkjanna og þrátt fyrir taumlausan óhugnaðinn neitar hún að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Lærlingurinn er æsispennandi hrollvekja eftir metsöluhöfundinn Tess Gerritsen. Undanfari hennar, Skurðlæknirinn, sló í gegn hjá lesendum og hlaut frábæra dóma.

Hallgrímur H. Helgason þýddi.

„Þessar sögur eru bráðóhugnanlegar, afbragðs vel þýddar af Hallgrími H. Helgasyni … Þetta er spennandi stöff … ekki lesning fyrir viðkvæma.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn

„Hafðu ljósin kveikt, gáðu í skápana og læstu að þér áður en þú ræðst til atlögu við Lærlinginn.“
People

„Gerritsen hefur sérstæðan tón, sagan er pottþétt, persónurnar sannfærandi og sterkar frá upphafi til enda.“
The San Diego Union-Tribune

„Snilldarleg … spennan er óbærileg.“
The Washington Post Book World

„Gerritsen skrifar einhverjar snjöllustu og mest sannfærandi hrollvekjur sem um getur.“
Bookreporter.com

1.140 kr.
Afhending