10.000 kr. gjafabréf á Jómfrúna
Nánari Lýsing
Veitingastaðinn Jómfrúna þekkja flestir. Af natni og stolti tengir Jómfrúin íslenskt gæðahráefni við aldagamlar danskar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir hennar gesti. Jómfrúin stendur teinrétt vörð um gæði og hefðir sem vert er að varðveita.
Hér er boðið upp á 10.000 kr. gjafabréf fyrir einungis 7.500 kr. Gjafabréfið er sent kaupanda í tölvupósti stuttu eftir kaup og gildir gjafabréfið út apríl 2020.
Dæmi um smurbrauð sem boðið er upp á hjá Jómfrúnni
Buff-Tartar
Rúgbrauð með hráu úrvalsnautakjöti, piparrót, lauk, söxuðum rauðbeðum, kapers og hrárri eggjarauðu.
Rauðsprettan hans Jakobs
Rúgbrauð með steiktri rauðsprettu, remúlaði, laxarós með kavíar, rækjum og spergli.
Lúxusskinka - Rússnesk
Rúgbrauð með skinku, sterku rauðbeðusalati, eggjum og graslauk.
"Grafinn lax og lárpera"
Súrdeigsbrauð með rauðrófu- og ákavítisgröfnum laxi, lárperu og eggi.
Umsagnir viðskiptavina
"Uppáhalds veitingastaðurinn"
“Þessi staður er með frábærar veitingar og þjónustufólk. Uppáhalds veitingastaðurinn minn í Reykjavík.”
Jóhanna Fjóla
“Ljúffengasta smurbrauðið"
“Ljúffengasta og fallegasta smurbrauðið sem ég fengið og þjónustan er framúrskarandi. Jómfrúin stendur fyrir sínu og vel það.”
Sjöfn
"Snilldarstaður"
“Snilldarstaður. Gott að borða og frábært starsfólk.”
Vigfús
Smáa Letrið
- Gjafabréfið er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup.
- Gildistími gjafabréfs er til 30. apríl 2020
- Hægt er að panta borð í síma 55-10100.
- Nýta má gjafabréfið fyrir hvaða vöru eða þjónustu sem í boði er á Jómfrúnni.
- Opnunartími: Alla daga frá 11.00 - 22.00
- Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Gildistími: 03.01.2020 - 30.04.2020
Notist hjá
Vinsælt í dag