Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Guðjónsson

Hofsá í Vopnafirði er ein þekktasta laxveiðiá landsins og hliðará hennar Sunnudalsá er einnig góð laxveiðiá og eru þær oft nefndar í sömu andrá. Hofsá á sér óvenjulega sögu sem laxveiðiá, en á sjötta áratug síðustu aldar hódu breskir veiðimenn að venja komur sínar í Hofsárdal og bundust þeir ánni og sveitinni sterkum böndum. Stóð viðvera þeirra í áratugi og komu þeir mörgu þarfaverkinu af stað, eins og til dæmis vegagerð með ánni og veiðihúsabyggingu í Árhvammi, sem seinna var endurbætt af öðrum með þeim árangri að húsið er nú með þeim glæsilegri á landinu. Bændur fóru þó að nýta ána lítillega uppúr aldamótum tuttugustu aldar og um 1920 var fyrst reynd stangaveiði í ánni og þá af heimamanni.

Bók þessi er sú sjötta í ritröð um íslenskar laxveiðiár en áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós og Bugðu, Langá á Mýrum, Grímsá og Tunguá, Þverá og Kjarrá, Selá og nú Hofsá og Sunnudalsá.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun