Bókin er stórvirki um líf og list Birgis Andréssonar (1955-2007). Höfundur er bandaríski listfræðingurinn Robert Hobbs, sem rýnir í verk hans, en að auki birtist hér ensk þýðing á bók Þrastar Helgasonar, sem byggð var á samtölum hans við Birgi. Ragnar Kjartansson ritar formála. Bókin er prýdd fjölda mynda af verkum Birgis, sem mörg hver hafa ekki sést opinberlega áður. Textinn er á ensku.