Höfundur Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir
„Heyrðu, elskan, við ætlum að flytja til Íslands!“
Hvaða fólk er þetta sem kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur það og af hverju flytur það búferlum á milli landa?
Þær Margrét Blöndal og Guðríður Haraldsdóttir ræða hér við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja Íslendinga. Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands þá breyttist allt. Lesandinn fær að kynnast þessu fólki sem segir hér sögur sínar. Sögur sem eru átakanlegar, erfiðar, ótrúlegar, skemmtilegar og forvitnilegar. Búðu þig undir að hlæja og gráta við lestur þessarar bókar.
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65þúsund á rúmlega 20 árum. Hér er lítill gluggi inn í samfélag sem á tíðum er hliðarsamfélag hér á Íslandi. Formála skrifar Berglind Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum, fyrrum aðstoðarforstjóri OECD og sendiherra.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun