





Algjörlega einstök 4 klukkustunda upplifun á lang-stærsta jöklabíl í heimi. 8 hjóla, 800 hestafla tryllitæki með 360 gráðu útsýni!
Komdu með í eina af söluhæstu ferðum Sleipnis í ógleymanlegt ævintýri sem leyfir þér að upplifa hráa fegurð Langjökuls, næst stærsta jökuls Íslands. Þú getur fengið þér smá gönguferð á óspilltri íshellunni sem myndaðist fyrir þúsundum ára! Frábært tækifæri til að búa til ógleymanlegar minningar á jöklinum ásamt því að skoða náttúrulegan íshelli í Langjökli.
Ferðin hefst við efra bílastæði við Gullfoss og förum við með þig að Langjökli, þar sem þú getur horft á hrífandi landslag við sérvalinn lagalista, útbúnum af starfsmönnum okkar. Fróðir og reyndir leiðsögumenn okkar munu svo fara með þig í töfrandi ferðalag um íslenska náttúru eins og hún gerist best.
Sleipnir er einstakt tæki, 8 gríðarstór hjól og 800 hestafla vél. Bíllinn er sérsmíðaður jökla-leiðangrabíll og ætti að komast hvert sem er en lætur þér samt sem áður líða eins og þú sért á spegilsléttum vegi.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup
Hljómar þetta spennandi? Skelltur þér á þetta frábæra tilboð og bókaðu jöklaleiðangurinn þinn í dag!
Hvað er innifalið?
Loftkæld farartæki.
WiFi um borð.
Salerni um borð.
Mannbroddar.
Vinsamlegast athugið:
Ekki aðgengilegt fyrir hjólastóla.
Ungbarnastólar ekki tiltækir.
Dýr eða gæludýr leyfð.
Hvað á að koma með?
Vatnsheldir gönguskór og hlýir sokkar.
Hlýr tveggja laga fatnaður.
Vatnsheldur og hlýr jakki.
Hlý húfa og hanskar.
Myndavél (Við bjóðum einnig upp á faglega ljósmyndara sé þess óskað).
Íshella- og jöklaskoðun fyrir tvo með Sleipnir Tours
Smáa Letrið
- - Upphafspunktur er við efri bílastæðið hjá Gullfoss.
- - Bókaðu ferðatímann í [email protected] eða í síma 565-4647.
- - Afbókanir þurfa að berast með 24 tíma fyrirvara.
- - Ferðirnar eru keyrðar á föstudögum og laugardögum kl 13:00 frá Gullfoss.
- - Frá 1 desember verður bætt við ferðum á fimmtudögum og sunnudögum.
Gildistími: 20.03.2023 - 20.03.2023
Notist hjá
Fjölbreytt úrval gjafabréfa á einum stað